Gildistökudagur: 25. maí 2018

Xaxis Yfirlýsing um persónuvernd

Xaxis leggur áherslu á persónuvernd notenda og að stuðla að trausti þeirra á Netinu og stafrænum auglýsingum. Við leitum stöðugt nýrra leiða til að tryggja persónuvernd notenda ásamt því að tryggja að birtar auglýsingar eigi erindi við þá og sérsníða netupplifun þeirra fyrir hönd viðskiptavina okkar.

Hvað er í þessari yfirlýsingu um persónuvernd?

Þessi yfirlýsing um persónuvernd lýsir þeim upplýsingum sem Xaxis safnar af vefsíðum, úr forritum og öðrum stafrænum gagnagjöfum (einu nafni „síður“) og gegnum vefsíðu Xaxis, www.xaxis.com („vefsíða Xaxis“). Við útskýrum hvernig við notum þessar upplýsingar til að veita viðskiptavinum okkar þjónustu. Einnig útskýrum við hvernig þú getur stýrt persónuvernd þinni og nýtt þér rétt þinn í tengslum við tilteknar upplýsingar um þig sem Xaxis safnar og notar.

 

Hver erum við?

Xaxis er fyrirtæki sem starfar á alþjóðavísu sem hluti af GroupM, fjárfestingasamstæðu sem sérhæfir sig í miðlum. Á Evrópska efnahagssvæðinu („EES“) og í Sviss er GroupM UK Digital Ltd, gegnum Xaxis EMEA (svið Xaxis sem starfar í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Asíu), sá lögaðili sem ber ábyrgð á gögnunum sem Xaxis safnar. Utan EES og Sviss er lögaðilinn sem ber ábyrgð á slíkum gögnum Xaxis, LLC. Nema annað sé skýrt tekið fram, fellur notkun upplýsinga á vegum hlutdeildarfélaga okkar sem heyra ekki undir Xaxis, viðskiptavina okkar, þjónustuveitenda okkar og annarra þriðju aðila ekki undir þessa yfirlýsingu um persónuvernd.

Vakni hjá þér spurningar er þér vinsamlega bent á kaflann „Hafðu samband“ neðst í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Vinsamlega athugaðu að þessi yfirlýsing um persónuvernd hefur verið þýdd af ensku á mörg tungumál. Gæti ósamræmis milli mismunandi tungumálaútgáfna hennar gildir enska útgáfan.

 1. KAFLI: ÞJÓNUSTA XAXIS

Þjónusta Xaxis

Xaxis veitir ekki neytendum auglýsingatengda þjónustu sína(„þjónusta“) með beinum hætti. Viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki, þ. á m. auglýsendur og auglýsingastofur. Meðal viðskiptavina okkar eru önnur fyrirtæki í GroupM og WPP samstæðunni, sem veita eigin viðskiptavinum auglýsingatengda þjónustu.

Viðskiptavinir okkar nýta sér þjónustu okkar í eigin þágu og/eða fyrir hönd viðskiptavina sinna til að gera þeim kleift að öðlast betri skilning á auglýsingum sem þeir birta á Netinu (t.d. á hvaða síðum þær birtust, hver sá þær og hvort einhver gegnvirkni við þær hefur átt sér stað) og til að auka skilvirkni þessara auglýsinga. Einnig gerum við þeim betur kleift að beina auglýsingum til neytenda sem eru líklegri til að hafa áhuga á vörum þeirra og þjónustu.

Til að hjálpa viðskiptavinum að velja markhópa fyrir auglýsingar sínar notum við ákveðnar lýðfræðilegar upplýsingar (s.s. aldur, kyn, menntun, tekjur og fjölskylduaðstæður (t.d. fjölda barna á heimili)), upplýsingar um landfræðilega þætti, áhugamál, tómstundir o.s.frv. („notandaupplýsingar“). Hér fyrir neðan útskýrum við hvaðan þessar upplýsingar koma. Þessa tegund auglýsinga nefnum við „áhugamiðaðar auglýsingar“.

Ef við teljum t.d. að notandi hafi áhuga á því hvaða farsímar eru í boði, getur þjónusta okkar hjálpað viðskiptavinum okkar að beina áhugamiðuðum auglýsingum um tiltekna tegund farsíma eða tengda þjónustu að viðkomandi notanda. Þetta gerum við með eftirfarandi hætti:

Tegundir upplýsinga sem við söfnum og notum gegnum þjónustu okkar

Þegar notaðar og skoðaðar síður með auglýsingum þar sem þjónusta okkar er notuð, er þjónustan okkar  gerð til að safna og /eða nota upplýsingar um þær tegundir vefsíðna sem viðkomandi fer inn á og hvernig hann bregst við auglýsingum og síðum viðskiptavina okkar. Einnig söfnum við upplýsingum um hvaða vafra og tæki einstaklingar sem skoða auglýsingar viðskiptavina okkar nota. Meðal þessara upplýsinga eru eftirfarandi gagnaflokkar:

Tæknileg kennimerki

Hægt er að nota tæknileg kennimerki (e. technical identifiers) til að greina hvaða vafri er notaður, auglýsingaumhverfið með tilliti til snjalltækja og/eða hvaða tæki er notað. Yfirleitt er um að ræða:

 • Vafrakökukennimerki (e. cookie IDs)
 • Kennimerki fyrir auglýsingar í snjalltækjum (t.d. IDFA og Google auglýsingakennimerki)
 • Kennimerki hlutdeildarfélags okkar, [m]PLATFORM, sem nefnist „[mP]ID“ og er sambærilegt ofangreindum kennimerkjum

Frekari tækniupplýsingar

 • IP-tölur og gögn sem rekja má til IP-tölu, s.s. ónákvæm landfræðileg staðsetningargögn sem sýna land, landsvæði, borg/bæ og/eða póstnúmer sem tækið er í
 • Tegund vafra, tungumál vafra og stýrikerfi
 • Tegund tengingar (snúra eða Wi-Fi), tölvunet sem tækið er tengt við og farsímafyrirtækið (ef það er tiltækt)
 • Lengdar-/breiddargráður staðsetningar (snjall)tækis.

Að því er varðar þessa yfirlýsingu um persónuvernd felur orðið „tæki“ í sér tölvur, snjallsíma, spjaldtölvur, rafræn lestrartæki og önnur stafræn tæki sem hægt er að tengja við Netið og orðið „snjalltæki“ felur í sér snjallsíma og spjaldtölvur.

Upplýsingar um nethegðun

Xaxis safnar neðangreindum upplýsingum um nethegðun þína til að ákvarða hvaða viðfangsefnum, þjónustu og vörum þú og aðrir notendur kunnið að hafa áhuga á og hvernig þú og aðrir notendur bregðist við vissum auglýsingum. Meðal þessara upplýsinga eru:

 • Gögn um þær tegundir síðna sem eru skoðaðar (t.d. til að greina áhugasvið)
 • Síðan sem þú varst að koma af eða sem þú fórst á næst eftir að hafa skoðað auglýsingu
 • Dagsetning og tími netnotkunar
 • Tíðni heimsókna á síðu
 • Leitarorð sem eru notuð á síðu
 • Viðbrögð við auglýsingu (t.d. hvort notandi smellir á hana)

Notandaupplýsingar frá þriðju aðilum

Við fáum einnig upplýsingar af Netinu og aðrar upplýsingar sem safnað er af þriðju aðilum, þ.m.t. lýðfræðilegar og áhugatengdar upplýsingar til notkunar í þjónustu okkar. Meðal þessara þriðju aðila eru viðskiptavinir okkar og vandlega valdir þjónustuveitendur.  Notandaupplýsingar sem eru ekki af Netinu fáum við gegnum þjónustuveitendur ásamt vafrakökukennimerki, kennimerki auglýsingar eða svipuðum notandakennimerkjum sem auðkenna neytanda fyrir okkur, viðskiptavininum eða þjónustuveitandanum. Við fáum hins vegar ekki nöfn notenda, heimilisföng, símanúmer, netföng eða sambærilegar upplýsingar sem myndu gera kleift að persónugreina tiltekinn einstakling sem er tengdur við þessi kennimerki.

 

Hvernig við söfnum upplýsingum gegnum þjónustu okkar

Við söfnum og tökum við upplýsingum um einstaklinga fyrir hönd viðskiptavina okkar þegar þeir fara inn á netsvæði viðskiptavina okkar sem Xaxis veitir þjónustu eða netsvæði þriðju aðila sem gefa út efni (t.d. fréttasíður). Í þessu skyni notum við vafrakökur, auglýsingakennimerki, pixla og aðra tækni. Hér eru útskýringar á nokkrum þessara hugtaka:

Vafrakaka (e. cookie) er lítil textaskrá með bók- og tölustöfum sem er geymd í vafra á vefsetri eða hjá öðrum þriðja aðili og gerir vefsetrinu eða þriðja aðilanum kleift að bera kennsl á vafrann og muna notandaupplýsingar og aðrar upplýsingar. Xaxis notar marksæknar vafrakökur (e. targeting cookies) þriðja aðila frá hlutdeildarfélagi sínu [m]PLATFORM, sem eru nefndar „Mookie“ og tengdar við mookie1.com lénið. Mookie vafrakökur eru langtímakökur sem hafa að geyma einkvæm gildi sem eru búin til af handahófi og gera þjónustu okkar kleift að greina á milli vafra og tækja og tengjast notandaupplýsingum og öðrum upplýsingum. Mookie vafrakökur ásamt þessum tengdu upplýsingum eru notaðar þegar við veitum þjónustu okkar, einkum í tengslum við áhugamiðaðar auglýsingar.
Kennimerki auglýsinga eru kennimerki með bók- og tölustöfum sem verkvangur eða stýrikerfi (t.d. Apple iOS eða Google Android) gerir tiltæk og gera þróunaraðilum forrita og þriðju aðilum kleift að bera kennsl á tiltekið tæki í umhverfi forrits. Þessi kennimerki tengjast notandaupplýsingum og öðrum upplýsingum og ásamt þessum tengdu upplýsingum eru þau notuð þegar við veitum þjónustu okkar, einkum í tengslum við áhugamiðaðar auglýsingar.
Pixill er lína af kóða sem síða eða þriðji aðili notar til að tengja nethegðun við tæki eða vafra, eða nánar tiltekið við viðkomandi vafraköku eða kennimerki auglýsinga. Notkun pixla gerir okkur kleift að skrá t.d. þegar tæki eða vafri hefur verið notaður til að fara inn á tiltekið setur eða síðu.

 

Eftirfarandi tafla hefur að geyma upplýsingar um  Mookie vafrakökurnar, sem eru allar langtímakökur (þ.e. eru geymdar þar til þær renna út eða notandi eyðir þeim eða fjarlægir þær) og heyra undir mookie1.com lénið:

Heiti vafraköku Hegðunarmöguleikar vafraköku Upplýsingar sem vafrakakan geymir Fyrnist(dagar)
Miðun (e. targeting) (upplýsingar um viðskiptavini) Miðun og bestun (upplýsingar um notendur) Skýrslugjöf og heimfærsla
kennimerki J J J Einkvæmt raðnúmer 395 dagar
mdata J N N Einkvæmt raðnúmer, tímastimpill, útgáfa af vafraköku 395 dagar
syncdata_<PARTNER> J N N Einkvæmt raðnúmer, tímastimpill, kennimerki heimsókna gagnasamstarfsaðila 10 dagar

 

Hvernig við notum þessar upplýsingar

Xaxis vinnur úr upplýsingum sem það safnar og tekur við í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum þjónustu, eins og útskýrt er hér að ofan, svo og vegna umsýslu, í öryggisskyni og til að fara að lögum og reglum. Nánar tiltekið gerum við eftirfarandi:

 

Val, birting og skýrslugerð um auglýsingar

Við greinum upplýsingar sem er safnað þegar auglýsingum viðskiptavinar er dreift með þjónustu okkar og upplýsingar sem við fáum frá samstarfsaðilum okkar. Við deilum þessum upplýsingum niður í söfn kennimerkja (sem við nefnum „efnissvið“) á grundvelli ýmissa þátta í notandaupplýsingunum sem fjallað er um hér að ofan. Til dæmis getur verið um að ræða efnissvið kennimerkja þeirra sem fara inn á íþróttasíður. Viðskiptavinir okkar geta svo notað þjónustu okkar til að nýta sér þessi efnissvið til að senda út áhugamiðaðar auglýsingar í eigin þágu eða fyrir viðskiptavini sína, en til þess nota þeir samstarfs- og þjónustuaðila okkar. Þessum auglýsingum má dreifa gegnum tölvur, snjallsíma og önnur tæki.

 

Við getum einnig tekið saman (og notað í sama tilgangi) notandaupplýsingar frá öðrum vandlega völdum fyrirtækjum (þ. á m. eigendum síðna, gagnaveitum og aðilum sem safna saman heildargögnum).

 

Við notum einnig innra kennimerki hlutdeildarfélags okkar [m]PLATFORM, sem nefnist „[mP]ID“. [mP]ID kennimerkið notum við til að tengja upplýsingar um vafra, viðmót og/eða tæki sem við eða [m]PLATFORM teljum út frá eðlilegum forsendum að tilheyri sama notanda. Þetta gerir okkur kleift að stuðla að gagnlegri og markvissari auglýsingum fyrir tiltekna notendur, óháð vafra, viðmóti eða tæki.

 

Sérsniðin þjónusta

Til að veita viðskiptavinum okkar sérsniðna þjónustu gerum við eftirfarandi:

 • söfnum upplýsingum um síður hvers viðskiptavinar (þ. á m. vefsíður, forrit og aðra stafræna gagnagjafa) – eins og lýst er hér að ofan í kaflanum „Hvernig við söfnum upplýsingum gegnum þjónustu okkar“;
 • nálgumst eða geymum þessar upplýsingar í tækjum (gegnum vafraköku- og auglýsingakennimerki, eftir atvikum); og
 • greinum upplýsingarnar sem er safnað, stundum ásamt öðrum upplýsingum frá viðskiptavininum, og deilum þeim í efnissvið kennimerkja á grundvelli ýmissa notandaupplýsinga.

 

Viðskiptavinir okkar geta svo notað þessi efnissvið til að senda út áhugamiðaðar auglýsingar í eigin þágu eða fyrir viðskiptavini sína til notenda gegnum tölvur, síma og önnur snjalltæki (með ýmsum hætti).

 

Þegar við veitum viðskiptavinum þessa sérsniðnu þjónustu er efnissviðum sem við þróum fyrir tiltekna viðskiptavini haldið aðskildum frá efnissviðum og gögnum annarra viðskiptavina. Gögn sem er safnað með þessum hætti og efnissviðin sem þau mynda er aðeins hægt að nota í þágu viðkomandi viðskiptavinar.

 

Mælingar

Við vinnum úr notandaupplýsingum til að dreifa auglýsingum og mæla hvernig þær skila sér til að komast að því hvaða þættir valda því að auglýsingar virka vel eða illa fyrir auglýsendur og til að taka saman skýrslur til frekari glöggvunar, í því augnamiði að bæta notkun þjónustunnar og skilvirkni auglýsinganna.

Geymsla upplýsinga og aðgangur að þeim

Til að veita þjónustu okkar geymum við Mookie kökur í vafra eða vöfrum einstaklinga sem við höfum dreift auglýsingum til og berum svo kennsl á Mookie kökurnar þegar sami vafri eða vafrar eru notaðir til að fara inn á vefsíður viðskiptavina okkar og útgefenda sem við störfum með. Síður þar sem við fylgjumst með og/eða lesum Mookie kökur, eða reynum að fylgjast með og/eða lesa þær, ættu að upplýsa þig um notkun á kökum þriðju aðila (og einkum  Mookie kökum, þegar þess er krafist samkvæmt lögum). Með þeim gögnum sem við fáum frá samstarfsaðilum okkar í tengslum við birtingu stafrænna auglýsinga í snjalltækjum fáum við einnig kennimerkiauglýsinga sem eru tengd stýrikerfunum/öðrum kerfum í snjalltækjum notenda og berum kennsl á þessi kennimerkiauglýsina.

 

Við notum upplýsingarnar sem er safnað og sem berast til að birta áhugamiðaðar auglýsingar, s.s.:

 

 • Upplýsingar sem eru paraðar við gögn sem eru ekki af Netinu – eins og kemur fram í kaflanum „Notandaupplýsingar frá þriðju aðilum“:
  • Við fáum notandaupplýsingar sem eru ekki af Netinu, þ. á m. lýðfræðilegar og áhugatengdar upplýsingar, frá öðrum fyrirtækjum, þ.m.t. viðskiptavinum okkar, samstarfsaðilum og þjónustuveitendum, sem er safnað utan þjónustunnar við fáum sendar til notkunar þegar við veitum þjónustuna. Það er á ábyrgð fyrirtækjanna sem safna gögnunum að gera það á viðeigandi og lögmætan hátt og að heimila að upplýsingunum sé deilt með okkur í þessum tilgangi.
  • Notandaupplýsingar sem eru ekki af Netinu fáum við gegnum þjónustuaðila ásamt vafrakökukennimerkjum, kennimerkjum auglýsinga eða svipuðum notandakennimerkjum sem auðkenna viðskiptavininn eða neytandann fyrir viðskiptavin okkar eða þjónustuveitanda.
  • Við fáum ekki nöfn, heimilisföng, símanúmer, netföng eða sambærilegar upplýsingar sem myndu gera kleift að persónugreina tiltekinn einstakling sem tengist kennimerki sem við fáum í hendur.

 

 • Tengitæki – við notum innra [mP]ID kennimerki hlutdeildarfélags okkar, [m]PLATFORM, til að tengja upplýsingar um vafra, viðmót og/eða tæki sem [m]PLATFORM eða við teljum út frá eðlilegum forsendum að tilheyri sama notanda, í þeim tilgangi að geta stuðlað að gagnlegri og markvissari auglýsingum óháð vafra, viðmóti eða tæki.

 

 • Nákvæmar landfræðilegar staðsetningarupplýsingar – þegar við höfum tilskildar heimildir til þess kunnum við að nota nákvæma landfræðilega staðsetningu notanda í tengslum við þjónustu okkar. Þegar við söfnum þessari tegund gagna berast þau með þeim upplýsingum sem við fáum frá samstarfsaðilum okkar í tengslum við birtingu stafrænna auglýsinga.

 

Upplýsingagjöf til þriðju aðila

Xaxis deilir upplýsingum sem við söfnum um þig (sjá „Tegundir upplýsinga sem við söfnum og notum gegnum þjónustu okkar“ hér að ofan) og upplýsingum sem má rekja til þeirra með viðskiptavinum okkar, hlutdeildarfélögum og þjónustuaðilum sem veita þjónustu og starfa í þágu okkar og/eða viðskiptavina okkar, s.s. fyrirtækjum sem sjá um endanlega birtingu áhugamiðaðra auglýsinga – þ.m.t. kerfum til auglýsingakaupa (e. demand-side platforms), auglýsinganetkerfum, auglýsingamarkaðstorgum (e. advertising exchanges) og birtingahúsum (e. ad servers). Við söfnum ekki nöfnum, heimilisföngum, símanúmerum, netföngum eða sambærilegum upplýsingum sem myndu gera kleift að persónugreina tiltekinn einstakling gegnum þjónustu okkar. Ákveðir þú hins vegar að veita upplýsingar sem gera kleift að bera kennsl á tiltekinn einstakling gegnum auglýsingu eða síðu eins viðskiptavina okkar, mun sá viðskiptavinur fá þær upplýsingar í hendur og þær lúta persónuverndarstefnu hans. Þjónustuveitendum okkar er almennt óheimilt að nota upplýsingar sem við veitum þeim og eru ekki í formi samantekinna heildarupplýsinga um marga einstaklinga, í öðrum tilgangi en þeim að veita okkur eða viðskiptavinum okkar þjónustu.

Ef við teljum út frá eðlilegum forsendum að okkur sé skylt samkvæmt lögum eða kröfum í tengslum við málsmeðferð fyrir dómstólum, að veita þriðja aðila upplýsingar (t.d. löggæsluyfirvöldum) munum við gera það. Auk þess kann að vera að við veitum öðrum þriðja aðila upplýsingar (s.s. endurskoðanda eða öðrum þjónustuveitanda).

Hlutdeildarfélag okkar, [m]PLATFORM, starfrækir einkaréttarvarið gagnastjórnunarkerfi sem við og önnur hlutdeildarfélög kunnum að nota til að veita þjónustu. Upplýsingarnar sem við birtum fyrirtækinu [m]PLATFORM kunna að vera notaðar af mPlatform og öðrum slíkum hlutdeildarfélögum, ekki einvörðungu til að veita okkur og viðskiptavinum okkar þjónustu, heldur einnig þessum hlutdeildarfélögum og viðskiptavinum þeirra.

Úrsögn/réttur til að afturkalla samþykki

Þú getur afþakkað áhugamiðaðar auglýsingar Xaxis með ýmsum leiðum.

Þú getur valið að fá ekki sérsniðnar auglýsingar frá þriðju aðilum gegnum marksæknar Mookie kökur í vafranum sem þú notar með því að smella hér að neðan. Ef þú gerir þetta kemur „úrsagnarkaka“ í stað marksæknu Mookie vafrakökunnar og hvers kyns gögn í tengslum við áhugamiðaðar auglýsingar sem tengjast marksæknu Mookie kökunni frá þriðja aðilanum verða þá ekki notuð í þágu áhugamiðaðra auglýsinga í neinu tæki eða vafra sem við höfum út frá eðlilegum forsendum tengt við vafrann sem upplýsinganna var aflað úr. Ef við höfum raunverulega vitneskju um að annað tæki eða vafri sé tengdur vafranum sem úrsögnin gildir um verður það tæki eða vafri einnig undanskilinn frá áhugamiðuðum auglýsingum sem myndu annars berast gegnum Xaxis.

Úrsagnarkökur okkar eru forritaðar til að falla úr gildi tíu árum eftir upphaflega uppsetningu þeirra. Ef þú kaupir nýtt tæki, uppfærir eða skiptir um vafra eða eyðir úrsagnarkökunni verður þú að endurtaka úrsögnina. Til að úrsögnin virki verður vafrinn að vera stilltur þannig að hann samþykki vafrakökur frá þriðju aðilum.

Í vöfrum er einnig hægt að synja vafrakökum eða fjarlægja þær, hvort sem þær eru frá Xaxis eða öðrum þjónustuveitendum, með eftirfarandi hætti:

 • Með því að stilla vafrann þannig að hann synji vafrakökum eða fjarlægi þær, sem útilokar áhugamiðaðar auglýsingar gegnum kökur frá Xaxis og öðrum þjónustuveitendum. Ef þú gerir þetta kann hins vegar að vera að þú getir ekki notað tiltekna möguleika á ákveðnum vefsíðum eða nýtt þér allt sem vefsíður og áhugamiðaðar auglýsingar hafa upp á að bjóða. Þú getur synjað vafrakökum eða fjarlægt þær með því að fylgja leiðbeiningum í vafranum. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna áaboutcookies.orgwww.youronlinechoices.com og http://www.aboutads.info/consumers#cookies.
 • Með því að breyta vafrakökustillingum á vefsíðunni þar sem þú veittir samþykki þitt fyrir notkun okkar á vafrakökum. Vafrakökustillingar geta verið mismunandi eftir vefsíðum. Með úrsögn úr áhugamiðuðum auglýsingum gegnum marksæknar Mookie kökur og marksæknar kökur annarra þjónustuveitenda á eftirfarandi síðum:

Í forritum snjalltækja er einnig hægt að segja sig úr áhugamiðuðum auglýsingum, hvort sem er eingöngu frá Xaxis eða frá bæði Xaxis og öðrum þjónustuveitendum, með eftirfarandi leiðum:

 • Með því að fara í persónuverndarstillingar í tækinu þínu og velja „Limit Ad Tracking“ (takmarka rakningu auglýsinga) sem útilokar áhugamiðaðar auglýsingar sem byggja á viðkomandi kennimerki auglýsinga frá Xaxis og öðrum þjónustuveitendum.
 • Með úrsögn úr áhugamiðuðum auglýsingum sem byggja á viðkomandi kennimerki auglýsinga frá Xaxis og/eða öðrum þjónustuveitendum gegnum AppChoices forritið. Vinsamlega athugaðu að til að AppChoices forritið virki rétt má tækið ekki vera stillt á „Limit Ad Tracking“. Gögn sem byggjast á áhugamiðuðum auglýsingum sem hefur áður verið safnað eða sem hafa verið móttekin í tengslum við kennimerki auglýsinga sem skipt hefur verið um verða ekki notuð gegnum Xaxis til að birta áhugamiðaðar auglýsingar í neinu öðru tæki eða vafra sem við höfum út frá eðlilegum forsendum tengt við snjalltækjaforritið sem upplýsinganna var aflað úr. Ef við höfum raunverulega vitneskju um að annað tæki eða vafri sé tengdur snjalltækjaforriti sem úrsögnin gildir um verður það tæki eða vafri einnig útilokaður frá áhugamiðuðum auglýsingum sem myndu annars berast gegnum Xaxis. Nánari upplýsingar um AppChoices forritið er að finna á  http://youradchoices.com/appchoices.

Nánari upplýsingar um valkosti í forritum er að finna á  www.networkadvertising.org/mobile-choices.

 

Aðild okkar að samtökum

Network Advertising Initiative

Við erum aðili að samtökunum Network Advertising Initiative (NAI) og förum eftir siðareglum NAI á þeim mörkuðum þar sem sjálfseftirlitrammi samtakanna gildir. Í samræmi við siðareglurnar gerum við þá kröfu til viðskiptavina Xaxis Marketplace (áður Xaxis Publisher Network og 24/7 Access) að þeir upplýsi notendur um starfshætti sína í tengslum við persónuvernd og upplýsingasöfnun með því að vísa í persónuverndarreglur sínar og að þær fjalli um notkun á auglýsingatækni og -þjónustu þriðju aðila á síðum þeirra, þær tegundir upplýsinga sem er aflað gegnum þessa þjónustu, notkun og dreifingu gagnanna og hafi að geyma tengil til úrsagnar úr áhugamiðuðum auglýsingum í samræmi við venjur í atvinnugreininni. Við fylgjumst reglulega með síðum viðskiptavina okkar til að ákvarða hvort þeir birta og uppfæra yfirlýsingar sínar um persónuvernd með viðunandi hætti.

Við styðjum að öllu leyti viðleitni stafræna auglýsingaiðnaðarins til aukins gagnsæis að því er varðar áhugamiðaðar auglýsingar og heilbrigðisupplýsingar. Nánari upplýsingar um stöðluð áhugasvið á grundvelli heilbrigðistengdra upplýsinga eða áhugamála sem við kunnum að nota í tengslum við áhugamiðaðar auglýsingar má skoða með því að smella hér.

 

Einnig er hægt að smella hér til að fara á síðu samtakanna Network Advertising Initiative, sem hefur að geyma upplýsingar um áhugamiðaðar auglýsingar og þá valkosti sem þú hefur, og til að afþakka áhugamiðaðar auglýsingar frá þriðju aðilum sem birtast gegnum vafrakökur frá okkur og aðildarfélögum NAI.

Digital Advertising Alliance, European Interactive Digital Advertising Alliance og Digital Advertising Alliance of Canada

Við erum aðili að Digital Advertising Alliance (DAA), European Interactive Digital Advertising Alliance (EDAA) og Digital Advertising Alliance of Canada (DAAC). Á grundvelli þessarar aðildar förum við eftir meginreglum DAA um sjálfseftirlit, ESB-ramma IAB Europe um hegðunarmiðaðar auglýsingar á Netinu og meginreglum DAAC um sjálfseftirlit í tengslum við hegðunarmiðaðar auglýsingar, á þeim mörkuðum þar sem viðkomandi sjálfseftirlitsrammi gildir.

 

Viðbótartilkynningar

Xaxis styður notkun tákna fyrir valkosti í tengslum við auglýsingar (AdChoices og, þar sem við á, AppChoices). Þetta er liður í þátttöku félagins í sjálfseftirlitsramma DAA (í Bandaríkjunum), ramma IAB Europe um hegðunarmiðaðar auglýsingar á Netinu (í Evrópu) og meginreglum DAAC um sjálfseftirlit í tengslum við hegðunarmiðaðar auglýsingar (í Kanada). Auglýsingar á vegum fyrirtækja og stofnana sem taka þátt í þessum rammasamningum eru birtar með tákninu hér að neðan þegar það er tæknilega mögulegt. Sé smellt á táknið birtast upplýsingar um áhugamiðaðar auglýsingar.

Þú getur smellt hér til að fara á síðu DAA, sem hefur að geyma nánari upplýsingar um áhugamiðaðar auglýsingar og sjálfseftirlitsramma DAA, og til að afþakka áhugamiðaðar auglýsingar frá þriðju aðilum gegnum vafrakökur frá okkur og öðrum aðildarfélögum DAA.

 

Persónuvernd barna

Hvorki þjónustan né vefsíða Xaxis er þróuð fyrir né ætluð börnum (eins og þau eru skilgreind samkvæmt gildandi lögum), né er þeim beint að síðum sem eru fyrst og fremst ætlaðar börnum. Við söfnum ekki vísvitandi upplýsingum um börn (eins og þau eru skilgreind samkvæmt aldursviðmiðum í hverju landi). Teljir þú að barn hafi látið okkur í té persónuupplýsingar og vilt láta fjarlægja upplýsingarnar skaltu vinsamlega hafa samband við okkur .

 

Flutningur gagna vegna fyrirtækjakaupa

Ef annað fyrirtæki kaupir allar eða næstum allar eignir okkar gegnum samruna, sameiningu, kaup á eignum, endurskipulagningu fyrirtækis/fyrirtækja eða önnur viðskipti, áskiljum við okkur rétt til að flytja allar upplýsingar (þ.m.t. allar upplýsingar sem notandi kann að hafa látið okkur í té gegnum síðuna „Hafðu samband“ (e. „Contact“/“Contact Us“) á vefsíðu Xaxis) sem eru í vörslu okkar eða undir okkar stjórn til kaupandans.

Upplýsingaöryggi og gagnaflutningur milli landa

Við fylgjum almennt viðurkenndum viðmiðum í netauglýsingaiðnaði um varnir gegn óheimilum aðgangi að, ólögmætri vinnslu, óheimilli geymslu og óheimilli birtingu gagna. Í þessu felst m.a. að gera nauðsynlegar rafrænar, raunlægar og stjórnunarlegar ráðstafanir til verndar heilleika, aðgengis að og notkunar gagna. Vinsamlegast hafið þó hugfast að þrátt fyrir þessar ráðstafanir til að vernda gögnin á þjónum okkar er engin aðferð til gagnaflutnings gegnum Netið fullkomlega örugg.

Þjónusta Xaxis er notuð um allan heim og því kann að vera að við flytjum tiltekin gögn víðsvegar um heim, þ. á m. til annarra landa en þíns lands. Þegar nauðsynlegt er munum við gera viðeigandi varúðarráðstafanir til að tryggja að þessi gögn séu varin.  Þegar við flytjum persónuupplýsingar frá EES eða Sviss til hlutdeildarfélags utan EES eða Sviss beitum við stöðluðum samningsákvæðum gagnvart viðtakandanum til að tryggja viðeigandi gagnavernd.  Þegar við flytjum persónuupplýsingar frá EES eða Sviss til lögaðila sem er ekki hlutdeildarfélag (s.s. þjónustuveitanda sem veitir þjónustu fyrir okkar hönd) utan EES eða Sviss, beitum við annað hvort stöðluðum samningsákvæðum og skilmálum eða tryggjum að gagnasendingin sé í samræmi við annað gilt fyrirkomulag, s.s. að þjónustuaðilinn sé samþykktur í samræmi við samkomulag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um flutning persónuupplýsinga (e. EU-U.S. Privacy Shield Framework).

Geymsla gagna

Upplýsingar sem við söfnum gegnum þjónustu okkar og eru ekki á formi samantektar heildarupplýsinga geymum við í mest 13 mánuði. Meðal slíkra gagna eru upplýsingar um síður sem farið er inn á, efni sem er skoðað, viðbrögð við auglýsingum, IP-tölur, tegund vafra og tungumálastillingar. Við geymum þessar upplýsingar í 13 mánuði til að gera viðskiptavinum okkar kleift að greina þróun frá ári til árs. Til dæmis kann fyrirtæki sem rekur verslanir að vilja bera saman skilvirkni jólaauglýsinga sinna á Netinu á yfirstandandi ári við skilvirkni samsvarandi auglýsinga frá árinu á undan. Þrettán mánaða geymslutími gerir viðskiptavinum kleift að gera slíkan samanburð.

Upplýsingar sem við söfnum gegnum þjónustu okkar og eru á formi samantektar heildarupplýsinga geymum við lengur en í 13 mánuði.

2. KAFLI: VEFSÍÐA XAXIS

Hvernig upplýsingar eru notaðar og þeim deilt á vefsíðu Xaxis

Við virðum persónuvernd þeirra sem nota vefsíðu Xaxis og erum þess meðvituð að þegar þú velur að veita okkur upplýsingar um þig treystir þú okkur til að meðhöndla þær með ábyrgum hætti. Í þessum kafla er að finna mikilvægar upplýsingar um hvernig við notum upplýsingar sem er safnað gegnum vefsíðu Xaxis og hvernig þú getur stýrt eigin persónuvernd og nýtt þér rétt þinn í tengslum við ákveðnar upplýsingar um þig sem er safnað gegnum vefsíðu Xaxis.

Hvaða upplýsingum söfnum við og notum?

Þegar þú notar vefsíðu Xaxis kann að vera að við söfnum og notum eftirfarandi upplýsingar:

 • Upplýsingar sem þú veitir þegar þú sendir okkur ferilskrá þína eða starfsumsókn eða óskar eftir upplýsingum frá okkur (m.a. persónuupplýsingar, s.s. nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer); og/eða
 • Tæknileg kennimerki sem gera kleift að greina hvaða vafra viðkomandi notar, auglýsingaumhverfið með tilliti til snjalltækja og/eða hvaða tæki er notað, m.a. IP-tala og/eða vafrakökukennimerki.

 

Ef þú veitir okkur upplýsingar gegnum síðuna „Hafðu samband“ (e. „Contact“/“Contact Us“) á vefsíðu Xaxis kann að vera að við skráum upplýsingarnar sem þú veitir, þ. á m. netfang þitt og aðrar persónuupplýsingar, en eingöngu í þeim tilgangi að svara fyrirspurn þinni eða senda þér viðeigandi efni og, hafir þú samþykkt það, kynningarefni um vörur okkar og þjónustu. Hugsanlegt er að við birtum þessar persónuupplýsingar þriðju aðilum sem veita þjónustu í tengslum við sjálfvirka markaðssetningu, en aðeins í þeim tilgangi, enda er þessum þjónustuveitendum óheimilt að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en að veita okkur þjónustu.

Hvernig notum við upplýsingarnar sem við söfnum á vefsíðu Xaxis?

Xaxis notar upplýsingarnar í eftirfarandi tilgangi:

 • Til að veita þér upplýsingar sem þú hefur óskað eftir;
 • Til að svara fyrirspurnum þínum í tengslum við Xaxis, starfsemi þess og þjónustuna sem það veitir viðskiptavinum, þ.m.t. fyrirtæki í samstæðu þess;
 • Til að bæta efni, hraða og öryggi vefsíðu Xaxis; og/eða
 • Til að vinna úr og meta ferilskrá þína og/eða starfsumsókn.

 

Miðlum við upplýsingum þínum til þriðju aðila?

Hugsanlega sendum við upplýsingar þínar (þ.m.t. persónuupplýsingar) til hlutdeildarfélags okkar GroupM, þjónustuveitenda og annarra þriðju aðila svo þeir geti hjálpað okkur að vinna úr upplýsingunum í þeim tilgangi sem greinir í 2. kafla þessarar yfirlýsingar um persónuvernd. Kaupi annað fyrirtæki allar eða næstum allar eignir okkar með samruna, sameiningu, kaupum eða öðrum viðskiptum, áskiljum við okkur einnig rétt til að flytja upplýsingar þínar (þ.m.t. persónuupplýsingar) til kaupandans.

Einnig kunnum við að birta upplýsingar þínar (þ.m.t. persónuupplýsingar) þriðju aðilum, þ.m.t. löggæsluyfirvöldum, þegar við teljum út frá eðlilegum forsendum að okkur sé það skylt samkvæmt lögum og í því skyni að rannsaka, koma í veg fyrir eða grípa til ráðstafana í tengslum við ólöglegt eða óheimilt athæfi sem grunur leikur á eða sem á sér bersýnilega stað, þ.m.t., án þess að það sé takmarkað við, svik og við aðstæður þar sem hætta er talin steðja að líkamlegu öryggi einhvers.

Hvernig notum við upplýsingar þínar í markaðssetningu?

Við munum aðeins senda þér kynningarefni sem þú hefur óskað eftir.

Hvert sendum við upplýsingar þínar?

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og því kann að vera að við sendum upplýsingar þínar (þ.m.t. persónuupplýsingar) til landa víðsvegar um heim, þ. á m. annarra landa en þíns lands. Þegar nauðsynlegt er munum við gera viðeigandi varúðarráðstafanir til að tryggja vernd upplýsinga þinna.  Þegar við flytjum persónuupplýsingar frá EES eða Sviss til hlutdeildarfélags utan EES eða Sviss beitum við stöðluðum samningsákvæðum gagnvart viðtakandanum til að tryggja viðeigandi stig gagnaverndar.  Þegar við flytjum persónuupplýsingar frá EES eða Sviss til lögaðila sem er ekki hlutdeildarfélag okkar (s.s. þjónustuveitanda sem veitir þjónustu fyrir okkar hönd) utan EES eða Sviss beitum við annað hvort stöðluðum samningsákvæðum eða tryggjum að gagnasendingin sé í samræmi við annað gilt fyrirkomulag, s.s. að þjónustuaðilinn sé samþykktur í samræmi við samkomulag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um flutning persónuupplýsinga (e. EU-U.S. Privacy Shield Framework).

Hvernig geymum við og verndum upplýsingar þínar?

Við munum geyma upplýsingar þínar sem við söfnum gegnum vefsíðu Xaxis í eðlilegan tíma í þeim tilgangi sem greinir hér að ofan í 2. kafla. Við fylgjum almennt viðurkenndum viðmiðum í netauglýsingaiðnaði til að tryggja að persónuupplýsingar þínar sem okkur berast séu geymdar á öruggan hátt, réttar og uppfærðar og að þær séu aðeins geymdar í þann tíma sem er nauðsynlegur í þeim tilgangi sem þær eru notaðar.  Í þessu felst m.a. að gera nauðsynlegar rafrænar, raunlægar og stjórnunarlegar ráðstafanir til verndar heilleika, aðgengis að og notkunar gagna. Vinsamlega hafðu þó hugfast að þrátt fyrir þessar ráðstafanir til að vernda gögnin á þjónum okkar er engin aðferð til gagnaflutnings gegnum Netið fullkomlega örugg.

Tenglar við aðrar síður

Vefsíða Xaxis er með tengla í síður þriðju aðila. Tengill á einhverri síðu okkar í aðra síðu felur ekki í sér samþykki okkar eða meðmæli með þeirri síðu. Við höfum ekki stjórn á slíkum tengdum síðum og berum ekki ábyrgð á efni þeirra né persónuverndarstefnu eða starfsháttum sem um þær gilda. Þessar síður kunna að nota vafrakökur, pixla og aðra tækni og að safna upplýsingum þínum samkvæmt eigin persónuverndarstefnu. Því ættir þú að lesa vandlega þá persónuverndarstefnu sem gildir um hvers kyns aðra síðu sem þú ferð inn á gegnum síðu okkar.

Notkun á vafrakökum á vefsíðu Xaxis

Vafrakaka er lítil textaskrá með bók- og tölustöfum sem vefsíða eða annar þriðji aðili geymir í vafra. Vafrakakan gerir vefsíðunni eða þriðja aðilanum kleift að bera kennsl á vafrann og muna notandaupplýsingar og aðrar upplýsingar. (Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna í 1. kafla hér að ofan.) Við notum vafrakökur á vefsíðu Xaxis til að bæta efni, hraða og öryggi hennar og til að gera þér kleift að deila síðum á samfélagsmiðlum.

Að stýra vafrakökum

Upplýsingar um hvernig hægt er að afþakka/afskrá sig úr eða stýra vafrakökum frá Xaxis og/eða frá bæði Xaxis og öðrum þjónustuveitendum er að finna í undirkaflanum „Úrsögn/réttur til að afturkalla samþykki“ í 1. kafla hér að ofan.

Börn

Vefsíða X er hvorki ætluð né hönnuð fyrir börn (eins og þau eru skilgreind samkvæmt gildandi lögum). Við söfnum ekki vísvitandi persónuupplýsingum um börn (eins og þau eru skilgreind samkvæmt aldursviðmiðum í viðkomandi landi). Ef þú ert barn og vilt spyrja spurningar eða nota þessa síðu á einhvern hátt sem krefst þess að þú veitir persónuupplýsingar þínar skaltu fá foreldri eða forráðamann til að gera það fyrir þig.

 

 3. KAFLI: UPPLÝSINGAR SEM ERU SÉRTÆKAR FYRIR RÍKI OG LANDSHLUTA; AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR

EES og Sviss

Lagalegur grundvöllur upplýsingavinnslu

Við söfnum, deilum og/eða flytjum persónuupplýsingar einstaklinga innan EES og Sviss eingöngu þegar lögmætar forsendur liggja því til grundvallar, sem felur yfirleitt í sér samþykki notanda eða að lögmætir hagsmunir okkar standi til þess.

Þegar þess er krafist samkvæmt gildandi lögum sendum við áhugamiðaðar auglýsingar aðeins til einstaklinga sem veitt hafa samþykki sitt fyrir því.

Að því marki sem við erum háð samþykki þínu fyrir því að nota upplýsingar þínar með tilteknum hætti, sem kann að vera veitt annað hvort beint gagnvart okkur eða gegnum þriðja aðila, munum við meðhöndla persónuupplýsingar þínar innan marka þess samþykkis.

Sem ábyrgðaraðili gagna hyggjumst við reiða okkur á samþykki sem lögmætan grundvöll alls „tilgangs“, sbr. ramma IAB Europe um gagnsæi og samþykki, að undanskildum „mælingum“ (sem felur í sér mælingar, greiningar og skýrslugerð í tengslum við viðkomandi persónuupplýsingar). Þegar við vinnum úr gögnum í slíkum tilgangi, þ.e. til að mæla birtingu auglýsinga eða greina skilvirkni þeirra, eru það lögmætir hagsmunir okkar að öðlast vitneskju um hvort birtingaraðilar okkar hafi birt þær auglýsingar sem þeir eru samningsbundnir til að birta. Auk þess teljum við viðskiptavini okkar sem eru auglýsendur eiga lögmæta hagsmuni í því að öðlast vitneskju um hvort auglýsingar þeirra eru birtar og hvort þær eru skilvirkar. Við teljum þetta athæfi vera grundvallaratriði að því er varðar netauglýsingar og ekki leiða til ákvarðana sem hafi áhrif á einstaklinga.

Búir þú innan Evrópusambandsins hefur þú rétt til að andmæla hvaða hluta þessarar gagnavinnslu sem er. Viljir þú leggja fram slík andmæli, vinsamlega smelltu þá  .

Réttindi einstaklinga í EES og Sviss

Einstaklingar í EES og Sviss hafa ýmis réttindi í tengslum við persónuupplýsingar sínar, þ.m.t. réttinn til aðgengis að eigin upplýsingum. Í mörgum tilfellum þar sem við vinnum með persónuupplýsingar þínar kannt þú einnig að eiga rétt á að takmarka með hvaða hætti við notum þær.

Við tilteknar aðstæður – t.d. þegar við vinnum úr persónuupplýsingum þínum til beinnar markaðssetningar eða á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar – hefur þú einnig rétt til að andmæla vinnslunni , auk þess sem þú getur krafist þess að við eyðum upplýsingunum .  Einnig átt þú rétt á að fá afrit af persónuupplýsingum þínum á aðgengilegu formi  og í ákveðnum tilfellum getur þú einnig  .  Við geymum ekki upplýsingar um vafrasögu (e. browsing history) þína í tengslum við Mookie kökukennimerki eða kennimerki auglýsinga í snjalltæki. Þess í stað notum við aðferð sem byggir á heildarstigafjölda (e. aggregate scoring), sem felur í sér flokkun á síðum sem þú skoðar og samþættun viðkomandi efnisflokka til að greina áhugasvið og skila áhugamiðuðum auglýsingum. Því er okkur tæknilega ekki kleift að bjóða þér upp á að breyta einstökum atriðum í gögnunum sem leiddu til viðkomandi flokkunar, einfaldlega vegna þess að við geymum ekki þau gögn.  Teljir þú að atriði í persónuupplýsingum þínum sem við geymum eða höfum notað séu röng hefur þú rétt á að afturkalla samþykki þitt fyrir vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum hvenær sem er .

Vakni hjá þér spurningar um einhver þessara réttinda skaltu vinsamlega hafa samband við okkur. Einnig ættir þú að hafa samband við okkur ef persónuupplýsingar þínar eða óskir breytast, ef þú vilt ekki að við sendum upplýsingar sem þú óskaðir áður eftir eða þú ert með einhverjar spurningar um hvernig við notum persónuupplýsingar þínar.

Án þess að það takmarki nokkurn annan rétt sem þú kannt að hafa, átt þú einnig rétt á að leggja fram kvörtun gegn okkur hjá eftirlitsyfirvaldi í því aðildarríki ESB sem þú býrð eða við erum með starfsstöð í.  Smelltu hér til að finna eftirlitsyfirvaldið í þínu landi.

Upplýsingar sem berast frá markaðsrannsóknafyrirtækjum í Hollandi

Hafir þú veitt samþykki þitt fyrir því að markaðsrannsóknafyrirtæki í Hollandi birti Xaxis svonefnd langsniðsgögn (e. panel data) þín, þá gildir eftirfarandi á grundvelli gildissviðs slíks samþykkis: okkur er heimilt að taka við notandaupplýsingum og öðrum upplýsingum, þ.m.t. kennimerkjum langsniðsgagna, frá slíkum fyrirtækjum og að nota slíkar upplýsingar eingöngu til rannsókna og greininga, bestunar í markaðsherferðum, til að sérsníða auglýsingar og til skýrslugerðar um skilvirkni netauglýsingaherferða.

Kalifornía

Samkvæmt gr. 1798.83 í lögum Kaliforníu um meðferð einkamála (e. California Civil Code) hafa íbúar Kaliforníu rétt á að fá í hendur ákveðnar upplýsingar um þær tegundir „persónuupplýsinga“ sem fyrirtæki sem þeir hafa stofnað til viðskipta við hafa deilt með þriðju aðilum til beinnar markaðssetningar á næstliðnu almanaksári. Til að óska eftir lista yfir þau fyrirtæki, sé um þau að ræða, sem Xaxis hefur afhent persónuupplýsingar vegna eigin markaðssetningar má hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á privacy@xaxis.com eða bréfpóst á eftirfarandi heimilisfang: Xaxis, 140 East 45th Street, 12th Floor, New York, NY 10017, Bandaríkin, Attn: Legal Department. Svar ætti að berast innan 30 daga.

Samkvæmt lögum í Kaliforníu er okkur skylt að upplýsa hvernig við bregðumst við „Do Not Track“ („Ekki fylgjast með“) merkjum í vöfrum og öðru slíku vali í tengslum við áhugamiðaðar auglýsingar. Við höfum ekki enn þróað svar við „Do Not Track“ merkjum í vöfrum og breytum ekki gagnasöfnun okkar þegar við fáum slík merki. Við munum halda áfram að meta hugsanleg viðbrögð við „Do Not Track“ merkjum í ljósi þróunar í atvinnugreininni og lagabreytinga.

Við leggjum áherslu á að virða val þitt í tengslum við persónuvernd. (Nánari upplýsingar um úrsögn úr áhugamiðuðum auglýsingum er að finna í undirkaflanum „Úrsögn/réttur til að afturkalla samþykki“ í 1. kafla hér að ofan.

Breytingar á þessari yfirlýsingu um persónuvernd

Vinsamlega athugaðu að vegna breytinga á lögum og reglum um persónuvernd og breytinga í stafrænni tækni og starfsemi okkar kann þessi yfirlýsing um persónuvernd að taka breytingum öðru hverju. Vinsamlega skoðaðu þessa yfirlýsingu um persónuvernd reglulega til að fylgjast með hugsanlegum breytingum (við munum uppfæra gildistökudaginn efst á síðunni til að auðvelda þér það).

Um okkur

Að því undanskildu þegar fyrirtækið aðhefst samkvæmt fyrirmælum viðskiptavinar eða annars þriðja aðila er Xaxis ábyrgðaraðili gagna og ber sem slíkur ábyrgð á persónuupplýsingum þínum (eins og það hugtak, eða sambærilegt hugtak, er skilgreint í gildandi lögum) þegar þú notar eða bregst við þjónustu okkar.

Hafðu samband

Evrópa (Xaxis EMEA, deild GroupM UK Digital Ltd.)

DPO@GroupM.com

LEGAL – Xaxis, 26 Red Lion Square, London, WC1R 4HQ, UK

Aðrir heimshlutar (Xaxis, LLC)

privacy@xaxis.com

LEGAL – Xaxis, 140 East 45th Street, 12th Floor, New York, NY 10017, Bandaríkin